Jólaverslunin: Oft ódýrara að versla heima
Rósmary Lilja Ríkharðsdóttur hjá Skóbúðinni finnst jólaverslunin fara full seint af stað en þó sé þetta örlítið að aukast. „Mér fannst meira að gera á þessum tíma í fyrra. Maður heyrir talað um að önnnur hver manneskja sé í Bandaríkjunum að versla. Þó eru alltaf margir sem vilja versla í heimabyggð. Ég bind miklar vonir við næstu viku, þá fer þetta af stað. Rósmary mælir með lituðum skóm fyrir dömurnar í jólapakkann, jafnvel þrílituðum sem séu afar vinsælir um þessar mundir. Svo eru reimdir ökklaskór vinsælir um þessar mundir og svo eru skór með breiðum hæl inni í dag. Fyrir herra eru támjóu skórnir að koma sterkir inn aftur.“
Annars sé nánast allt í boði hjá Skóbúðinni og hún hvetur heimamenn til að versla í heimabyggð. „Ég hef oft lent í því að fólk komi hingað til mín og segist vera hissa á því að við eigum þetta eða hitt til, það hefur oft verið búið að leita af einhverju í bænum sem var svo bara til hérna hjá okkur, og oftar en ekki ódýrara.“