Jólaverslunin: Fólk kemur til að skoða jólabæinn
„Þetta er bara frekar hefðbundið og svona í rólegri kantinum þessa stundina,“ segir Sigurður Björgvinsson í K-Sport við Hafnargötu. „Það er síðasta vikan fyrir jól þar sem þetta fer að gerast almennilega. Mér finnst fólk vera að spá og spekúlera í þessu ennþá.“ Sigurður segir að hann verði var við að utanbæjarfólk komi hingað síðustu dagana fyrir jól til þess að versla. Það sé fólk sem komi hingað ár eftir ár til að skoða jólabæinn.
Sigurður býst við því að Nýju DC vörurnar verði vinsælar í jólapakkann og eins eru 66°Norður og ZO-ON alltaf vinsælar vörur. Vetrarvörurnar eru vinsælar um þessar mundir enda verið kalt í veðri. Þú getur ekki keypt þessar vetrarvörur í Boston,“ segir Sigurður og hlær við.