Jólaverslunin: Fólk kaupir mikið af bókum fyrir þessi jól
„Það hefur verið brjálað að gera alveg frá því í lok síðustu viku og fólk er að kaupa mikið af föndri og slíku fyrir jólin,“ segir Erna Björk starfsmaður Eymundsson. Hún segir að fólk sé að kaupa mikið af bókum og þar sé mest verið að kaupa nýjustu bækur Arnalds Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur, enda séu það gríðarlega vinsælir höfundar. Annars séu íslensku bækurnar vinsælar og matreiðslubækurnar mjög mikið keyptar. Þar er villibráðarbókin mjög vinsæl, sem og bókin Jólamatur Nönnu. Annars er ekki mikið sem er að koma henni á óvart.