Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Jólaverslunin: Aldrei svona seint á ferðinni
Föstudagur 23. desember 2011 kl. 11:42

Jólaverslunin: Aldrei svona seint á ferðinni

Nanna í Draumalandi segir að svo virðist vera að jólainnkaupun séu að komast á skrið. Aldrei hafi þetta verið svona seint á ferðinni að hennar mati en þó man hún eftir að þetta hafi gerst áður, enda hefur hún verið lengi í bransanum. Hún segir að fólk sé duglegt að versla nytjavörur og hefur hún vinninginn í ár að sögn Nönnu. Rúmfötin eru vinsæl en Nanna segir að náttsloppar með flosáferð séu vinsælastir í jólapakkann hjá bæði körlum og konum þetta árið. Svo eru afanáttfötin svokölluðu sívinsæl fyrir bæði kynin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024