Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Jólasmiðja með skreytingar og innpökkun jólagjafa
Sunnudagur 8. desember 2013 kl. 13:23

Jólasmiðja með skreytingar og innpökkun jólagjafa

Gunnhildur Ása Sigurðardóttir hefur opnað Jólasmiðjuna Glitbrá að Hafnargötu 54 í Keflavík. Þar geta gestir og gangandi komið og gert sinn eigin aðventukrans, kertaskreytingu, leiðisgreinar, pakkað inn jólagjöfunum og fleira eða látið okkur gera þetta fyrir sig. Þá hefur Gunnhildur Ása boðið upp á námskeið á kvöldin í skreytingagerðinni. Hún hefur boðið þessa þjónustu í mörg ár en þá verið á eldhúsborðinu heima. Nú var hins vegar kominn tími á að opna sérstaka aðstöðu fyrir jólin.

Í samtali við Víkurfréttir sagði hún að Jólasmiðjan hafi fengið góðar viðtökur. Þar er opið daglega frá kl. 13:30 til 18:00 og svo mun opnunartíminn lengjast þegar líður nær jólum. Þá er hægt að fá keypt greni og skreytingaefni til að taka með sér heim í jólaföndrið. Flestir nýta sér þó þá þjónustu að láta Gunnhildi Ásu sjá um að útbúa skreytingarnar.





 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024