Jólaland allt árið hjá Jöklaljósi í Sandgerði
Kertasmiðjan Jöklaljós í Sandgerði hefur opnað sérstakt jólaland. Þar verða jólakerti boðin til sölu allt árið. Nú er sá tími að fólk streymir í kertasmiðjuna til að kaupa kertin í jólaskreytingarnar.Sórún Símonardóttir er eigandi kertagerðarinnar og hún sagði í samtali við Víkurfréttir að fólk sé hins vegar að koma allt árið að biðja um jólakertin. Vegna þess hafi verið komið upp sérstöku herbergi með jólavarningi sem verði boðinn til sölu jafnt sumar sem vetur.
Kertasmiðjan er opin um helgar frá 13-17 en einnig er hægt að ná í Sólrúnu í síma 896-6866 og fá að kíkja í heimsókn á öðrum tímum.
Kertasmiðjan er opin um helgar frá 13-17 en einnig er hægt að ná í Sólrúnu í síma 896-6866 og fá að kíkja í heimsókn á öðrum tímum.