Jólagjöfin handa dömunni í Monroe
„Taska frá Calvin Klein eða Liu Jo er tilvalin jólagjöf handa konunni,“ sagði Matthildur Þurýðardóttir, eigandi Monroe á Hafnargötu 23. „Við erum með vörur handa öllum dömum og pæjum og eru vörurnar í öllum verðflokkum“.
Í Monroe má finna flest allt fyrir konuna eins og kápur, dúnúlpur, skraut fyrir kjólana, skó og töskur. Guess, Calvin Klein og Liu Jo eru merki sem margir þekkja en einnig má finna þar ný merki frá Þýskalandi. Monroe svo uppá rafræn gjafakort sem er tilvalið í jólapakkann.
VF-Myndir/siggijóns