JÓLAFJÖR Í NÝRRI SMART EFTIR BRUNAN!
Verslunin Smart hefur opnað að nýju eftir brunann sem varð í verslunarmiðstöðinni Hólmgarði á dögunum. Verslunin er nú full af fallegum vörum en strax eftir brunann var allur lager verslunarinnar settur á brunaútsölu. Nýjustu línurnar frá Revlon og Lancome eru komnar og þá býður Smart glæsilegt úrval af undir- og náttfatnaði fyrir jólin. Margrét Haraldsdóttir Smart vildi koma á framfæri þakklæti til allra fyrir samhug vegna brunans og þeirra óþæginda sem hann olli.