Jóla-kortatímabilið hefst 8. desember
Ákveðið hefur verið að greiðslukortatímabilið í næsta mánuði hefjist laugardaginn 8. desember. Þetta gildir um þær verslanir sem hafa gert samninga við Visa og Eurocard um svokallað breytilegt kortatímabil. Gert er ráð fyrir að jólaverslunin dreifist yfir lengra tímabil með þessum hætti. Einnig er talið að þetta dreifi álagi á verslunina yfir lengra tímabil. Í tilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu segir að með þessu móti náist þrjár verslunarhelgar fyrir jól í stað tveggja þar sem hægt verður að greiða með greiðslukortum sem nær yfir sama tímabilið.