Joe & the Juice opnar í flugstöðinni
– „djúsað“ í flugstöðinni frá kl. 05:30 alla morgna.
Joe & the Juice opnaði sinn fjórða stað í dag, í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Staðurinn opnar klukkan hálf sex á morgnanna og tekur vel á móti öllum með ilmandi kaffi, svalandi djúsum, frískandi shake-um og gómsætum samlokum.
Joe and the Juice á rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar þar sem fyrsti staðurinn var opnaður árið 2002. Nú eru rúmlega 50 staðir í rekstri sem starfræktir eru í fimm löndum.
Starfsfólk Joe & the Juice var í miklu stuði í morgun og gaf eldhressum ferðalöngum djús-smakk og kaffi.
Meðfylgjandi eru myndir frá opnuninni en það var Ozzo Photography sem tók myndirnar.