Já eflir þjónustuver í Reykjanesbæ
Já ætlar að efla þjónustuver fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Það mun gerast í framhaldi af því að þjónustuveri fyrirtækisins á Akureyri verður lokað. Hluta þess starfsfólks sem missir vinnuna á Akureyri verður boðin vinna í Reykjanesbæ.
Aðgerðirnar koma til framkvæmda í haust. Nú starfa um 120 manns hjá fyrirtækinu, sem annast rekstur 118, vefsvæðisins já.is og sér um útgáfu Símaskrárinnar.