Íslenskar ævintýraferðir fjölga vélsleðum fyrir veturinn
Íslenskar ævintýraferðir hafa bætt fimmtán nýjum og öflugum Ski-doo vélsleðum við vélsleðaflota sinn. Fyrirtækið er stærst í rekstri ferða á vélsleðum hérlendis og með nýju sleðunum, sem eru að gerðinni Ski-doo Scandic 500, er markmiðið að auka enn á gæði þjónustu fyrirtækisins. Íslenskar ævintýraferðir eru meðal annars í eigu aðila á Suðurnesjum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Garðar Ketill Vilhjálmsson, varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Gísla Jónssonar ehf., umboðsaðila Ski-doo á Íslandi, segir að nýju sleðarnir séu þeir öflugustu og best búnu sem boðið hefur verið upp á hjá ferðaþjónustunni hér á landi. "Íslenskar ævintýraferðir hafa sett nýjan gæðastaða íl vélsleðaferðum með þessum sleðum. Þeir koma beint af færibandinu hjá framleiðandanum í Kanada og eru þeir fyrstu af árgerð 2003 sem teknir eru í notkun í heiminum," sagði Karl.
ÍÆ eru nú með ríflega 100 vélsleða í rekstri á þremur helstu jöklum landsins; á Langjökli að austanverðu (skammt frá Húsafelli) og vestanverðu (norðan við Gullfoss), á Mýrdalsjökli og Vatnajökli. Snemmveturs er starfsemin flutt í fjöllin nálægt Reykjavík en það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvar boðið er upp á vélsleðaferðir. Undanfarin ár hefur verið boðið upp á ferðir í Bragabót norður af Þingvöllum og á Hengilssvæðinu.
Garðar K. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Íslenskra ævintýraferða segir það gífurlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu hérlendis að geta boðið upp á skemmtilega afþreyingu árið um kring skammt frá höfuðborgarsvæðinu til að styðja við fjölgun ferðamanna utan háannatíma. "Það er fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sem kýs að koma í stuttar ferðir til landsins að hausti, vetri eða snemma á vorin en þá verður líka að vera hægt að bjóða upp á fjölbreytt úrval afþreyingar til að tryggja áframhald og gott orðspor þessara stuttu ferða til Íslands. Vélsleðaferðir eru mjög ofarlega í huga flestra ferðamannana, ásamt "súper" jeppaferðum um óbyggðir, flúðasiglingum og hundasleðaferðum sem Íslenskar ævintýraferðir bjóða einnig upp á árið um kring," segir Garðar. Hann segir ennfremur að Íslendingar hafi að undanförnu áttað sig á því hvað fjölbreytnin sé mikil í ferðaþjónustu og hvers kyns afþreyingu hérlendis og nýti sér þjónustu fyrirtækisins nú í mjög auknu mæli.
Mikil þróun hefur átt sér stað í öryggismálum og öryggiseftirliti í vélsleðaferðum á vegum Íslenskra ævintýraferða. Allar brautir sem farþegar í vélsleðaferð aka eftir eru vandlega valdar og er GPS staðsetningakerfi notað á öllum tækjum leiðsögumanna. Brautunum er vandlega viðhaldið og það á sérstaklega við um vélsleðabrautirnar á jökli. Umsjónarmenn vélsleðaferða eru flestir þrautreyndir björgunarsveita- og fjallamenn og allt starfsfólk Íslenskra ævintýraferða sem starfar með beinum hætti við afþreyingarferðir hefur farið á fyrstu hjálpar námskeið. Farþegar fá greinagóðar leiðbeiningar um akstur og notkun sleðanna áður en lagt er af stað auk þess sem þeim er gerð skýr grein fyrir þeim reglum sem gilda um akstur vélsleða.
Myndatexti:
Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Gísla Jónssonar ehf., umboðsaðila Ski-doo á Íslandi. ásamt Garðari K. Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Íslenskra ævintýraferða við nýju Ski-doo Scandic 500 vélsleðana.
ÍÆ eru nú með ríflega 100 vélsleða í rekstri á þremur helstu jöklum landsins; á Langjökli að austanverðu (skammt frá Húsafelli) og vestanverðu (norðan við Gullfoss), á Mýrdalsjökli og Vatnajökli. Snemmveturs er starfsemin flutt í fjöllin nálægt Reykjavík en það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvar boðið er upp á vélsleðaferðir. Undanfarin ár hefur verið boðið upp á ferðir í Bragabót norður af Þingvöllum og á Hengilssvæðinu.
Garðar K. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Íslenskra ævintýraferða segir það gífurlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu hérlendis að geta boðið upp á skemmtilega afþreyingu árið um kring skammt frá höfuðborgarsvæðinu til að styðja við fjölgun ferðamanna utan háannatíma. "Það er fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sem kýs að koma í stuttar ferðir til landsins að hausti, vetri eða snemma á vorin en þá verður líka að vera hægt að bjóða upp á fjölbreytt úrval afþreyingar til að tryggja áframhald og gott orðspor þessara stuttu ferða til Íslands. Vélsleðaferðir eru mjög ofarlega í huga flestra ferðamannana, ásamt "súper" jeppaferðum um óbyggðir, flúðasiglingum og hundasleðaferðum sem Íslenskar ævintýraferðir bjóða einnig upp á árið um kring," segir Garðar. Hann segir ennfremur að Íslendingar hafi að undanförnu áttað sig á því hvað fjölbreytnin sé mikil í ferðaþjónustu og hvers kyns afþreyingu hérlendis og nýti sér þjónustu fyrirtækisins nú í mjög auknu mæli.
Mikil þróun hefur átt sér stað í öryggismálum og öryggiseftirliti í vélsleðaferðum á vegum Íslenskra ævintýraferða. Allar brautir sem farþegar í vélsleðaferð aka eftir eru vandlega valdar og er GPS staðsetningakerfi notað á öllum tækjum leiðsögumanna. Brautunum er vandlega viðhaldið og það á sérstaklega við um vélsleðabrautirnar á jökli. Umsjónarmenn vélsleðaferða eru flestir þrautreyndir björgunarsveita- og fjallamenn og allt starfsfólk Íslenskra ævintýraferða sem starfar með beinum hætti við afþreyingarferðir hefur farið á fyrstu hjálpar námskeið. Farþegar fá greinagóðar leiðbeiningar um akstur og notkun sleðanna áður en lagt er af stað auk þess sem þeim er gerð skýr grein fyrir þeim reglum sem gilda um akstur vélsleða.
Myndatexti:
Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Gísla Jónssonar ehf., umboðsaðila Ski-doo á Íslandi. ásamt Garðari K. Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Íslenskra ævintýraferða við nýju Ski-doo Scandic 500 vélsleðana.