Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Íslandssími sér um fjarskipti Fiskmarkaðar Suðurnesja
Mánudagur 14. október 2002 kl. 15:47

Íslandssími sér um fjarskipti Fiskmarkaðar Suðurnesja

Íslandssími hefur samið við Fiskmarkað Suðurnesja um yfirtöku allrar fjarskiptaþjónustu félagsins. Fiskmarkaður Suðurnesja er með víðtæka starfsemi sem fram fer á 7 stöðum á landinum – Grindavík, Sandgerði, Njarðvík, Höfn, Ísafirði, Bolungarvík og Hafnarfirði. Fulltrúar félaganna skrifuðu undir samninga þessa efnis á Agora – fagsýningu þekkingariðnaðarins, sem haldinn var í Laugardalshöll í síðustu viku.Fiskmarkaður Suðurnesja mun á næstunni taka við talsímaþjónustu fyrir félagið, farsímaþjónustu, internetþjónustu og gagnaflutninga. Íslandssími býður félaginu forskot O sem þýðir að hringingar innan farsíma og talsíma félagsins eru ókeypis en í staðinn er greitt fast mánaðargjald. Þá eru millilandasímtöl stór liður í fjarskiptum Fiskmarkaðs Suðurnesja en Íslandssími býður upp á mun lægri gjaldskrá en helsti keppinautur félagsins á þeim markaði. Þá er loks gagnkvæmur vilji samningsaðila að bjóða starfsmönnum Fiskmarkaðs Suðurnesja upp á síma- og internetþjónustu. Í því getur falist nokkur sparnaður þar sem Íslandssími býður meðal annars upp á áskriftarleiðina Frítt í 4 þar sem farsímanotendur hjá félaginu hringja frítt í 4 önnur farsímanúmer innan kerfis félagsins.

Til viðbótar samningi við Fiskmarkað Suðurnesja hefur Íslandssími nýlega samið við Fróða um yfirtöku allrar símaþjónustu félagsins, Slippfélagið í Reykjavík, Pfaff, Íslensk verðbréf, Skinnaiðnað og AM Praxis
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024