Íslandspóstur og Landsbankinn hefja samstarf í Grindavík
Fimmtudaginn 20. janúar mun pósthúsið í Grindavík loka og hefst samstarfið við Landsbankann föstudaginn 21. janúar kl. 9:15 í afgreiðslu Landsbankans að Víkurbraut 56. „Þetta er hluti af hagræðingu hjá Íslandspósti, við höfum nú þegar lokið uppbyggingu á húsnæði okkar í Keflavík en þar er nú miðstöð dreifingar á Reykjanessvæðinu, þ.e. þar er pósturinn fyrir svæðið unninn og keyrður út þaðan, Það hjálpar okkur að hagræða með því að byggja upp á kjarnasvæðum á landinu sem geta þá betur stutt við staðina í kring.
Ágústa Hrund segir að gott samstarf hafi verið við Landsbankann á þeim 6 stöðum sem eru núna í samstarfi og höfum við trú á því að þetta eigi eftir að ganga vel í Grindavík .