Íslandsolía fær aukinn frest í Helguvík
Íslandsolía ehf. hefur óskað eftir framlengingu á undirbúningstíma fyrir framkvæmdum á lóðinni Hólmbergsbraut 16 í Helguvík. Framlengingin er um tvo mánuði eða til 15. júní nk.Hafnarstjórn Hafnasamlags Suðurnesja hefur samþykkt erindi fyrirtækisins, enda eru ennþá lausar lóðir á tankasvæðinu. Þó er tekið fram að ekki verður veittur frekari frestur.