Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Íslandsbanki í Keflavík 40 ára og bauð til veislu
Föstudagur 17. október 2003 kl. 23:32

Íslandsbanki í Keflavík 40 ára og bauð til veislu

Útibú Íslandsbanka í Keflavík á 40 ára afmæli um þessar mundir. Útvegsbankinn, sem er einn forvera Íslandsbanka, opnaði útibú í Keflavík 18. október 1963 og síðar sama ár opnaði annar forveri bankans, Verslunarbankinn, afgreiðslu í bænum, auk Samvinnubankans. Það urðu því mikil straumhvörf í bankaviðskiptum á svæðinu fyrir réttum 40 árum.
Í upphafi var Útvegsbankinn til húsa í leiguhúsnæði við Tjarnargötu 3, en á árinu 1973 flutti bankinn að Hafnargötu 60, þar sem Íslandsbanki er enn til húsa.
Í tilefni afmælisins bauð Íslandsbanki viðskiptavinum sínum og öðrum bæjarbúum að líta inn í útibúið í dag og þiggja kaffi og meðlæti.

 

Soffía Ólafsdóttir og Una Steinsdóttir með glælsilega blómakörfu - eina af mörgum sem bárust bankanum í dag.

VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024