Innrömmun Suðurnesja skiptir um eigendur
Þau Sigrún Hansdóttir og Vilmundur Friðriksson eru nýir eigendur að Innrömmun Suðurnesja en fyrirtækið ættu flestir að þekkja þar sem það hefur þjónað Suðurnesjamönnum í meira en þrjá áratugi.
Samhliða almennri innrömmunarþjónustu býður fyrirtækið upp á plöstun á gögnum af ýmsu tagi, upplímingar ljósmynda og plakata á frauðplast (foam) og þjónustu við listamenn á myndlistarvörum. Í því sambandi má nefna að Innrömmunin var að taka í sölu Maimera olíu- og akrýlliti, pensla, striga í lausu og á blindrömmum og ýmsa aðra vöru fyrir listafólk.
Reynsla Sigrúnar, eða Rúnu, nýtist því vel í þessu sambandi en hún hefur lengi fengist við listmálun og haldið fjölda sýninga.. Þann 24. nóv. opnaði hún sýningu á Thorvaldsen Bar í Reykjavík og mun hún standa yfir til áramóta. Þá hefur hún starfað sem listgreinakennari um árabil.
Í framtíðinni er áhugi á að vera með gallerý, sýningar- og söluaðstöðu fyrir listafólk og námskeiðahald ýmiskonar í Innrömmun Suðurnesja.
Samhliða almennri innrömmunarþjónustu býður fyrirtækið upp á plöstun á gögnum af ýmsu tagi, upplímingar ljósmynda og plakata á frauðplast (foam) og þjónustu við listamenn á myndlistarvörum. Í því sambandi má nefna að Innrömmunin var að taka í sölu Maimera olíu- og akrýlliti, pensla, striga í lausu og á blindrömmum og ýmsa aðra vöru fyrir listafólk.
Reynsla Sigrúnar, eða Rúnu, nýtist því vel í þessu sambandi en hún hefur lengi fengist við listmálun og haldið fjölda sýninga.. Þann 24. nóv. opnaði hún sýningu á Thorvaldsen Bar í Reykjavík og mun hún standa yfir til áramóta. Þá hefur hún starfað sem listgreinakennari um árabil.
Í framtíðinni er áhugi á að vera með gallerý, sýningar- og söluaðstöðu fyrir listafólk og námskeiðahald ýmiskonar í Innrömmun Suðurnesja.