Innrömmun Suðurnesja opnaði nýjan sýningarsal
Innrömmun Suðurnesja opnaði á Ljósanótt nýjan sal í húsnæði sínu að Iðavöllum og af því tilefni var haldin sýning á útsaumuðum myndum. Um 200 manns lögðu leið sína á sýninguna í nýja salnum á Ljósanótt og segir Eygló Alexandersdóttir eigandi, að það sé meiri aðsókn en þau hafi nokkurn tíma þorað að vona. Á myndinni sést Eygló í nýja salnum umvafin listaverkunum.