Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Innrömmun Suðurnesja nú í alfaraleið
Laugardagur 6. júní 2009 kl. 11:36

Innrömmun Suðurnesja nú í alfaraleið


Innrömmun Suðurnesja hefur flutt starfsemi sína og verslun í Samkaupshúsið að Krossmóa 4. Þar mun fyrirtækið bera framvegis nafnið Í Máli og Myndum ehf, en nafnið var stofnað utan um reksturinn árið 2006 þegar núverandi eigendur, þau Rúna Hans og Vilmundur Friðriksson, keyptu Innrömmun Suðurnesja.

Með breyttu umhverfi verða breyttar áherslur og þjónusta fyrirtækisins útvíkkuð til muna.
Hún felst einkum í aukinni þjónustu við myndlistamenn á svæðinu. Marmiðið er viðskiptavinurinn þurfi ekki að leita til Reykjavíkur eftir aðföngum. Þá verður stóraukið úrval af tilbúnum römmum og boðið upp á ýmsar nýungar í innrömmun.

Með rýmra húsnæði verður aukið úrval af myndlist til sölu, bæði af sýningum og og almennu galleríi í verslun. Þá verður boðuð upp á strigaprentun þar sem fólk getur látið prenta myndir af stafrænu formi á striga og strekkja á blindramma.  Einnig verður boðið upp á úrval af plakötum, t.d. af stjörnunum í enska boltanum.
Þar sem verslunin er nú í alfaraleið mun hún bjóða upp á minjagripi og varning um Ísland fyrir erlenda ferðamenn, sem og íslendinga til að gefa vinum og ættingjum erlendis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024