Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Inga Birna hætt hjá WOW air
Inga Birna Ragnarsdóttir. Mynd: vísir.is.
Þriðjudagur 18. mars 2014 kl. 17:04

Inga Birna hætt hjá WOW air

-Stuttur aðdragandi en sátt um starfslokin.

Keflvíkingurinn Inga Birna Ragnarsdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdarstjóri flugfélagsins WOW air. Hún segir þau Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins, hafa orðið sammála um starfslokin. Þetta kemur fram á vísir.is

Endanleg ákvörðun var tekin í dag og að sögn Ingu Birnu var aðdragandinn ekki langur.

„WOW air hefur vaxið ört og náð að hasla sér rækilega völl meðal íslenskra flugfélaga og hyggur á enn frekari vöxt,“ segir Inga Birna í samtali við vísir.is.

Á slíkum tímamótum kunni sú staða að koma upp að menn hafi ólíkar áherslur þegar til framtíðar sé litið. Hún segir fyrirtækið hafa vaxið gríðarlega á síðustu tólf mánuðum. Með slíkum vexti sé ekki óeðlilegt að áherslur breytist þannig að fólk sé ekki 100 prósent sammála. 

Sammála um að vera ósammála
Í viðskiptalífinu séu alltaf miklar breytingar. „Við urðum sammála um að vera ósammála áfram og því ætla ég á vit nýrra ævintýra. Það eru ýmis verkefni á borðinu,“ segir Inga Birna.

Hún segir tímann hjá WOW hafa verið spennandi og viðburðarríkan. „Ég hef haft tækifæri til þess að takast á við krefjandi áskoranir með skemmtilegur fólki,“ segir Inga Birna. „Ég kveð gott samstarfsfólk með söknuði og óska því og WOW air gæfu og gengis í framtíðinni.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024