HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Viðskipti

Ilmolíulampar mjög vinsælir
Föstudagur 7. desember 2018 kl. 11:39

Ilmolíulampar mjög vinsælir

„Allir munir eru til sölu sem þú sérð hérna inni,“ segir Valgeir Elís Marteinsson hressilega en hann stóð vaktina í versluninni ZOLO & CO á Hafnargötu þegar við litum við einn dag í síðustu viku. Verslunin tilheyrir samtökunum Betri bær. ZOLO & CO er lítið fjölskyldufyrirtæki sem rekur þessa sérlega smekklegu verslun sem leggur áherslu á að selja öðruvísi og fallega skrautmuni fyrir heimilið. Rúna Óladóttir sem rak vinsæla verslun á Hafnargötunni fyrir tveimur áratugum er ein af eigendum.
 

Jólatraffíkin er að byrja

 
„Ilmolíulamparnir eru mjög vinsælir hjá okkur, fólk er að kaupa þá allan ársins hring. Núna finnum við að jólatraffíkin er að fara í gang. Við erum með fullt af fallegri gjafavöru. Rúna pantar mjög takmarkað magn af hverri vöru til þess að þú sjáir ekki þessa hluti inni á hverju heimili. Þegar varan klárast hjá okkur þá er hún líka búin. Við viljum ekki hafa svona IKEA fíling á hlutunum hérna inni frekar að hver hlutur sé einstakur og spennandi.
 
Við erum með mjög flotta ilmlínu sem samanstendur af spreyjum, kertum og ilmstöngum sem er sérframleitt fyrir okkur. Það kemur jólailmur, sér herrailmur ofl ofl. Svo er Lavender koddaspreyið brjálæðislega vinsælt en sá ilmur hefur róandi áhrif, æðislegt að spreyja einu spreyji yfir rúmfötin þegar búið er að búa um á morgnana. Við erum með mikið úrval af alls konar ilmvörum sem hafa mismunandi áhrif á okkur. Það er t.d ekki að ástæðulausu sem dagmömmur eru með ilmolíulampana og flensuolíu og/eða lavender olíu.  Allt sem þú sérð hérna inni er til sölu, öll húsgögn, myndir, ljós og skraut. Gólf lamparnir, já og líka borð lamparnir sem hafa innbyggðan hátalara eru einnig mjög töff, en í þá sendum við tónlist úr símanum eða ipad, þvílík snilld. Þessir lampar eru sem sagt fallegt ljós, hátalari og svo geturðu kælt kampavín í þeim. Ótrúlega flottir. Hér gengur allt út á stíl,“ segir Valgeir hress í bragði.
 

Snyrtistofa og tannhvíttun

 
„Fyrir utan það að vera með truflaðislega flotta stóla, þá erum við með öðruvísi hluti sem tekið er eftir. Rúna Óla er með snyrtistofu hér fyrir innan,  þar býður hún upp á varanlega förðun meðal annars. Hér er líka tannhvíttunarstofa, þar er boðið upp á tannhvíttun með laser. Að auki erum við með vape verslun með miklu úrvali, en við erum mjög ströng á því að viðskiptavinir verði að vera orðnir 18 ára til þess að fá afgreiðslu. Þetta er ótrúlega skemmtileg og blönduð verslun sem virkar vel,“ segir Valgeir að lokum og hvetur fólk til að kíkja inn og sjá allt sem fæst hjá þeim. 
Public deli
Public deli