Icewear opnaði saumastofu á Ásbrú
Icewear opnaði formlega saumastofu sína á Ásbrú í Reykjanesbæ í liðinni viku. Á saumastofunni eru framleiddar vörur úr íslenskri ull og starfa alls tólf starfsmenn hjá fyrirtækinu hér á Suðurnesjum.
Starfsfókið hlaut þjálfun á saumastofu fyrirtækisins í Vík en á saumastofunni á Ásbrú starfa þrettán manns.
Ný vörulína fyrirtækisins, sem ber nafnið „Reykjanes“ er einnig komin á markað. Um er að ræða undirföt úr angóru- og lambsull.
Saumastofan á Ásbrú var var opnuð í júlí og síðan þá hefur saumastofan sífellt verið að auka framleiðsluna og er viðbúið að bæta þurfi við starfsfólki á næstu vikum.
Úr nýrri saumastofu Icewear á Ásbrú í Reykjanesbæ.