Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Icelandic Group kaupir Ný-Fisk
Starfsmenn Ný-fisks eru tæplega 100 talsins. [email protected]
Mánudagur 3. febrúar 2014 kl. 12:21

Icelandic Group kaupir Ný-Fisk

Ný-Fiskur veltir hátt á fjórða milljarð króna

Icelandic Group hefur keypt fiskvinnslufyrirtækið Ný-Fisk í Sandgerði. Ný-Fiskur sérhæfir sig í frumvinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum, sér í lagi þorski og ýsu. Samhliða mun Icelandic Group yfirtaka Útgerðarfélag Sandgerðis sem rekur línubátinn Von GK-113 með kvóta upp á um 800 tonn.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Ný-Fiskur notar yfir 7.000 tonn af hráefni árlega til sinnar framleiðslu. Um 70% af framleiðslu eru seld sem ferskar afurðir með flugi þar sem fiskurinn er komin á disk neytenda innan við 48 tímum eftir að fiskurinn kemur upp úr sjó. Í kjölfar kaupanna verður nafni Ný-Fisks breytt í Icelandic Ný-Fiskur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í umfjöllun Fiskifrétta um Ný-Fisk síðasta sumar kom fram að Ný-Fiskur veltir hátt á fjórða milljarð króna. Fiskvinnslufyrirtækið Ný-Fiskur ehf., var stofnað árið 1996 af Birgi Kristinssyni framkvæmdastjóra félagsins. Fyrirtækið er staðsett í 3000 fm húsnæði að Hafnargötu 1 og eru starfsmenn þess tæplega 100 talsins.

Allt frá stofnun hefur höfuðáhersla verið lögð á að selja ferskan línuveiddan fisk til viðskiptavina víðsvegar um Evrópu. Auk þess er Ný-Fiskur mikilvægur birgir Icelandic Gadus, dótturfélags Icelandic Group í Belgíu. Ný-Fiskur rekur verksmiðju sem fengið hefur BRC vottun ásamt því að reka HACCP gæðakerfi og er ein af fáum fiskvinnslum á Íslandi sem hefur fengið slíkar vottanir.