Icelandair kaupir WOW Air

Stjórn Icelanda­ir Group hef­ur gert ­samn­ing um kaup á öllu hluta­fé í flug­fé­lag­inu WOW air. Kaup­in eru m.a. gerð með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar Icelanda­ir Group, samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og niður­stöðu áreiðan­leika­könn­un­ar að því fram kemur í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir til Kaup­hall­ar Íslands í morgun.
 
Fé­lög­in verða áfram rek­in und­ir sömu vörumerkj­um en sam­eig­in­leg markaðshlut­deild þeirra á markaðnum yfir Atlants­hafið er um 3,8%. Með yf­ir­tök­unni skap­ast tæki­færi til sókn­ar á nýja markaði og auk þess er gert ráð fyr­ir að ein­inga­kostnaður Icelanda­ir Group muni lækka. Fé­lagið verður þannig enn bet­ur í stakk búið til þess að veita er­lend­um flug­fé­lög­um öfl­uga sam­keppni á hinum alþjóðlega flug­markaði.
 
„WOW air hef­ur á und­an­förn­um árum byggt upp sterkt vörumerki og náð mikl­um ár­angri á mörkuðum fé­lags­ins, til og frá Íslandi og yfir Atlants­hafið. Það eru mik­il tæki­færi til hagræðing­ar en fé­lög­in verða áfram rek­in á eig­in for­send­um und­ir eig­in vörumerkj­um og flugrekstr­ar­leyf­um. Íslensk ferðaþjón­usta er grunnstoð í ís­lensku  hag­kerfi og það er mik­il­vægt að flug­sam­göng­ur til og frá land­inu séu í traust­um skorðum,“ segir Bogi Nils Boga­son, starf­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, í frétta­til­kynn­ingu: 
 
„Ég er mjög stolt­ur af þeim ár­angri og þeirri upp­bygg­ingu sem við hjá WOW air höf­um náð á und­an­förn­um árum og er jafn­framt  þakk­lát­ur fyr­ir þær frá­bæru viðtök­ur sem við höf­um fengið frá fyrsta degi. Við höf­um byggt upp öfl­ugt teymi sem hef­ur náð eft­ir­tekta­verðum ár­angri og verið brautryðjandi í lággjalda­flugi yfir Norður-Atlants­hafið. Nú tek­ur nýr kafli við þar sem WOW air fær tæki­færi til að vaxa og dafna með öfl­ug­an bak­hjarl eins og Icelanda­ir Group sem mun styrkja stoðir fé­lags­ins enn frek­ar í alþjóðlegri sam­keppni,“ segir Skúli Mo­gensen, for­stjóri og stofn­andi WOW air, í frétta­til­kynn­ingu.