Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Iceland Express hefur flug til fimm nýrra áfangastaða í Evrópu
Föstudagur 18. maí 2007 kl. 09:39

Iceland Express hefur flug til fimm nýrra áfangastaða í Evrópu

Iceland Express hóf formlega flug til fimm nýrra áfangastaða þann 15. maí þegar flugvél á vegum félagsins tók á loft frá Keflavíkurflugvelli á leið til Parísar. Að því tilefni var haldin vígsluathöfn fyrir farþega og aðra gesti.


Auk Parísar bætast Basel, Billund, Ósló og Eindhoven í hóp áfangastaða Iceland Express sem flýgur nú til alls 13 borga víðsvegar um Evrópu.


Iceland Express hefur fjölgað áfangastöðum sínum jafnt og þétt frá stofnun félagsins fyrir rúmum fjórum árum. Þá flaug félagið til tveggja borga, en nú eru þær orðnar 13.

Í sumar verður flogið tvisvar til þrisvar í viku til Parísar, tvisvar í viku til Ósló, Eindhoven og Billund og vikulega til Basel. Auk nýju staðanna fimm flýgur Iceland Express til Alicante, Berlínar, Frankfurt Hahn, Friedrichshafen, Gautaborgar, Kaupmannahafnar, London og Stokkhólms.

VF-mynd/elg - Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express tekur á móti brottfararspjaldi Sigrúnar Erlu Ólafsdóttur, fyrsta farþeganum á leiðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024