Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Iceland Express hætta við Berlín
Miðvikudagur 8. ágúst 2012 kl. 09:27

Iceland Express hætta við Berlín

Flugfélagið Iceland Express ætlaði sér stóra hluti á Þýskalandsmarkaði í vetur. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu í vor segir að flogið verði allt árið um kring til Berlínar og stefnt væri að því að fjölga umtalsvert komum þýskra ferðamanna hingað til lands á veturna. Þetta var markmiðið þó félagið hafi fellt niður flug til Berlínar síðasta vetur.

Svo virðist sem átak Iceland Express í Þýskalandi í sumar hafi ekki skilað árangri því aftur ætlar félagið að hætta við flug til Berlínar yfir vetrarmánuðina. Ferðirnar leggjast því af í lok október og hefjast að nýju í vor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir í samtali við Túrista að eftirspurnin hér heima og í Þýskalandi hafi ekki staðið undir væntingum. Markaðurinn er ekki til staðar að hans sögn.

Túristi.is