Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Iceland Express flýgur á tvo velli í London
Sunnudagur 13. apríl 2008 kl. 13:53

Iceland Express flýgur á tvo velli í London

Iceland Express býður upp á þá nýjung næsta vetur að fljúga til tveggja flugvalla í London auk þess að fjölga ferðum til borgarinnar. Varsjá í Póllandi verður einnig nýr áfangastaður félagsins að vetri til samkvæmt nýrri vetraráætlun sem gefin hefur verið út. 

Flogið verður til Stansted og Gatwick flugvalla í London, en aðrir áfangastaðir næsta vetur verða einnig Kaupmannahöfn, Alicante, Berlín og Friedrichshafen.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flugið til Stansted verður morgunflug alla daga vikunnar en flogið verður til Gatwick fimm kvöld í viku.

„Þannig kemur Iceland Express sérstaklega til móts við þá fjölmörgu viðskiptaferðamenn sem fljúga á þessari leið og geta með þessu móti flogið út að morgni og komið aftur heim að kvöldi alla virka daga," segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að viðtökur við Varsjárfluginu sem boðið verður upp á í sumar hafi verið það góðar að ákveðið hafi verið að halda því áfram yfir vetrartímann.

Stansted og Gatwick eru tveir af þremur stærstu flugvöllum Bretlands og eru innan við 50 km frá miðborg Lundúna. Að jafnaði tekur 30 mínútur að ferðast með lest milli London og Gatwick en um 45 mínútur milli Stansted og London.