Iceland Express bætir við sig vélum
Iceland Express hefur gert samning við svissneskt flugfélag um leigu á vélum og áhöfnum frá mars á næsta ári. Nýja fréttastofan, NFS, greinir frá þessu á visir.is í dag.
Þrjár vélar af gerðinni MD-90 verða í ferðum fyrir Iceland Express en vélarnar og áhafnir þeirra koma frá flugfélaginu Hello sem hóf rekstur fyrir rétt rúmu ári. Vélarnar voru áður í eigu SAS sem mun sjá um viðhald á þeim. Fyrsta vélin verður tekin í notkun fyrsta mars, önnur sjöunda apríl og sú þriðja fimmtánda maí.
Samkvæmt fréttatilkynningu á heimasíðu Hello verður meðal annars flogið til áfangastaða í Suður-Þýskalandi en Iceland Express hyggst bæta við áfangastöðum næsta vor, meðal annars Alicante á Spáni, Berlín, Gautaborg og Stokkhólmi.
Þrjár vélar af gerðinni MD-90 verða í ferðum fyrir Iceland Express en vélarnar og áhafnir þeirra koma frá flugfélaginu Hello sem hóf rekstur fyrir rétt rúmu ári. Vélarnar voru áður í eigu SAS sem mun sjá um viðhald á þeim. Fyrsta vélin verður tekin í notkun fyrsta mars, önnur sjöunda apríl og sú þriðja fimmtánda maí.
Samkvæmt fréttatilkynningu á heimasíðu Hello verður meðal annars flogið til áfangastaða í Suður-Þýskalandi en Iceland Express hyggst bæta við áfangastöðum næsta vor, meðal annars Alicante á Spáni, Berlín, Gautaborg og Stokkhólmi.