Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

ÍAV hefja vinnu vegna þjónustusamnings við varnarliðið
Mánudagur 4. nóvember 2002 kl. 08:45

ÍAV hefja vinnu vegna þjónustusamnings við varnarliðið

Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) hófu sl. föstudag vinnu vegna nýs þjónustusamnings við varnarliðið. Í byrjun árs var boðið út eftir svokölluðu samningskaupaferli viðhald, viðgerðir, breytingar auk annarar þjónustu í tengslum við íbúðarhúsnæði varnarliðsins á Keflavikurflugvelli.Alls tóku 7 verktakar þátt í útboðinu og í lok september var tilkynnt að tilboði ÍAV hafi verið tekið. Um er að ræða samning til eins árs með möguleika á framlengingu til allt að fimm ára. Verkið felst í fyrirbyggjandi viðhaldi á um 100 byggingum með um 1.000 íbúðum af mismunandi stærðum og gerðum. Eins felur verkið í sér rekstur á þjónustuborði utan venjulegs vinnutíma og á frídögum, hreinsun og lagfæringu á íbúðum þegar skipt er um íbúa auk hugsanlegra breytinga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024