Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 29. nóvember 2000 kl. 10:48

Í netsokkabuxum á jólaballið

Í Gallerý Förðun fá konur allt sem þær þurfa þegar þær vilja verða fínar og flottar og Rúna Óladóttir, eigandi verslunarinnar segir að fólk þurfi ekki að leita lengra til að finna réttu jólagjöfina.
„Netsokkabuxurnar eru inni núna en þær fást í öllum litum, fínar og grófar. Skartið er allt í gylltu og jólunum í ár fylgir mikill glamúr. Nærfötin eru hins vegar frekar einföld, mest í rjómalit, hvítu og svörtu en ég er að fá sendingu á næstunni í rauðu, gylltu og svörtu“, segir Rúna um jólatískuna í ár.
Rúna gleymir ekki herrunum en hún er m.a. með Joe Boxer nærbuxur sem voru mjög vinsælar í fyrra. „Ég er líka með gott úrval af snyrtivörugjafapakkningum og allavega fylgihlutum t.d. flíshúfum, vettlingum, stórum flíssjölum, treflum o.fl. Fólk þarf ekki að fara lengra til að finna jólagjöfina sem það leitar að.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024