Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Í hópi öflugustu útflutningsfyrirtækja landsins
Mánudagur 20. febrúar 2012 kl. 09:41

Í hópi öflugustu útflutningsfyrirtækja landsins



Martak ehf. i Grindavík er í hópi öflugustu útflutningsfyrirtækja landsins á sínu sviði og í fararbroddi í þróun og framleiðslu á búnaði og lausnum til matvælavinnslu en það er kynnt í Útvegsblaðinu í dag.

Fyrirtækið rekur starfsstöðvar í Grindavík og í St. John‘s á Nýfundnalandi og að jafnaði starfa um 23 starfsmenn á Íslandi og fimm til átta í Kanada. Þróun, framleiðsla og sala fyrirtækisins á innanlandsmarkað fer fram á Íslandi og þjónusta og sala á Bandaríkja- og Kanadamarkað á Nýfundnalandi. Umboðsmenn og dreifingaraðila fyrirtækisins er síðan að finna víðs vegar um Bandaríkin og Evrópu.„Vöruframboð okkar spannar allt framleiðsluferlið, frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir. Martak býður upp á mikið úrval stakra tækja og heildarlausna, ásamt því að selja lausnir sérsniðnar að þörfum viðskiptavinarins.

Við kappkostum að eiga ávallt á lager alla varahluti fyrir rækjupillunarvélar og nota einungis úrvals hráefni í gúmmívalsa, sem skilar hámarks afköstum, nýtingu og endingu. Árið 2002 hófum við að þróa lausnir fyrir matvælaiðnaðinn og fyrirtækið hefur meðal annars þróað lausnir fyrir rækju-, bolfisk-, kjúklinga-, kjöt- og humarvinnslur," segir Stefán H. Tryggvason, sölu- og markaðsstjóri Martaks.

Hann segir kjarnastarfsemi fyrirtækisins aðallega fólgna í smíðum og þjónustu við vélbúnað fyrir rækjuverksmiðjur. „Martak er annað af tveimur fyrirtækjum í heiminum sem framleiða vélbúnað til pillunar á skelfisk og rækju. Síðan framleiðum við einnig vogir, innmötunarkerfi, skelblásara, pökkunarlínur í ýmsum stærðum, ílagnakerfi, blöndunarstöðvar og pækilkælikerfi, svo eitthvað sé nefnt. Pækilkælikerfið hefur verið okkar útbreiddasta vara undanfarin þrjú ár.“

Grindavík.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024