Í fararbroddi í skólamáltíðum
- Matarlyst Atlanta ehf. býr til 1100 matarbakka til skólabarna
Þann 7. febrúar 2001 voru fyrirtækin Matarlyst sf. og Atlanta Flugeldhús sameinuð í eitt fyrirtæki, Matarlyst-Atlanta ehf. Eigendur fyrirtækisins eru Axel Jónsson matreiðslumeistari, Magnús Þórisson matreiðslumaður og Rúnar Már Smárason matreiðslumaður. Í stjórn fyrirtækisins sitja m.a. Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson stofnendur flugfélagsins Atlanta hf.
Síðustu 5 mánuði hefur mikið verið að gerast hjá Matarlyst, en ráðist var í miklar endurbætur á húsinu þar sem aðstaða til matreiðslu og framleiðslu á skólamat var bætt til muna. Einnig var útbúinn glæsilegur fundar- og matsalur, en í salnum hefur verið komið fyrir fullkomnum skjávarpa sem notaður verður við fundi. Þegar stórir íþróttaleikir eru verða beinar útsendingar í salnum þar sem sýnt verður frá leikjunum og menn geta sest niður og fengið sér öl ásamt félögunum.Axel segir að fyrirhugað sé að auka opnunartímann í salnum, en þar er opið í hádeginu: „Við erum að huga að breytingum á opnunartíma og á næstunni munum við opna veitingastað þar sem fólk getur farið út að borða en við reiknum með að veitingastaðurinn verði opnaður innan mánaðar.“
Auk hefðbundinnar veisluþjónustu sinnir Matarlyst Atlanta fyrirtækjum á Suðurnesjum og keyrir út bakkamat í hádeginu og segir Axel að sú þjónusta sé alltaf að aukast. Fyrirtækið er nú að hasla sér völl í dreifingu á skólamat fyrir grunnskóla og er í dag að dreifa um 1100 matarbökkum til grunnskólanemenda í Grindavík, Garðabæ og Reykjavík. Axel hefur átt frumkvæði að þróun þessa verkefnis og hefur unnið að því síðustu ár. Hann telur að eldhús sem eru í grunnskólum í dag séu ekki hönnuð til framleiðslu allt að 400 málsverðum, þetta séu í raun aðeins afgreiðslu eldhús í flestum tilfellum, enda telur hann að framtíðin sé svokölluð miðlæg eldhús sem munu taka við: „Við fengum Viðskiptaháskólann að Bifröst til að gera fyrir okkur og Reykjanesbæ úttekt á því hvaða kostir fylgja því fyrir Reykjanesbæ að taka upp samstarf við miðlægt skólaeldhús. Niðurstaðan kom þægilega á óvart því í ljós kom að Reykjanesbær myndi spara frá 8 og upp í 12 milljónir króna á ári með því að hefja samstarf við miðlægt eldhús eins og við bjóðum uppá.“
Axel Jónsson hefur verið í matreiðslugeiranum frá árinu 1969 en hann lærði á Hótel Loftleiðum. Eftir námstímann fór Axel á Laugarvatn og var þar í nokkur ár og í september árið 1978 stofnaði Axel Veisluþjónustuna Smáratúni 28 hér í bæ: „Ég hef verið í þessum geira í yfir 30 ár og er mjög sáttur, enda er ég að vinna með frábæru fólki og öll höfum við trú á því sem við erum að gera.“
Í dag klukkan 16:00 stendur Matarlyst -Atlanta fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem hugmyndir fyrirtækisins varðandi þróun á skólamat verða kynntar. Fjöldi fyrirlesara kemur fram á ráðstefnunni.
Þann 7. febrúar 2001 voru fyrirtækin Matarlyst sf. og Atlanta Flugeldhús sameinuð í eitt fyrirtæki, Matarlyst-Atlanta ehf. Eigendur fyrirtækisins eru Axel Jónsson matreiðslumeistari, Magnús Þórisson matreiðslumaður og Rúnar Már Smárason matreiðslumaður. Í stjórn fyrirtækisins sitja m.a. Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson stofnendur flugfélagsins Atlanta hf.
Síðustu 5 mánuði hefur mikið verið að gerast hjá Matarlyst, en ráðist var í miklar endurbætur á húsinu þar sem aðstaða til matreiðslu og framleiðslu á skólamat var bætt til muna. Einnig var útbúinn glæsilegur fundar- og matsalur, en í salnum hefur verið komið fyrir fullkomnum skjávarpa sem notaður verður við fundi. Þegar stórir íþróttaleikir eru verða beinar útsendingar í salnum þar sem sýnt verður frá leikjunum og menn geta sest niður og fengið sér öl ásamt félögunum.Axel segir að fyrirhugað sé að auka opnunartímann í salnum, en þar er opið í hádeginu: „Við erum að huga að breytingum á opnunartíma og á næstunni munum við opna veitingastað þar sem fólk getur farið út að borða en við reiknum með að veitingastaðurinn verði opnaður innan mánaðar.“
Auk hefðbundinnar veisluþjónustu sinnir Matarlyst Atlanta fyrirtækjum á Suðurnesjum og keyrir út bakkamat í hádeginu og segir Axel að sú þjónusta sé alltaf að aukast. Fyrirtækið er nú að hasla sér völl í dreifingu á skólamat fyrir grunnskóla og er í dag að dreifa um 1100 matarbökkum til grunnskólanemenda í Grindavík, Garðabæ og Reykjavík. Axel hefur átt frumkvæði að þróun þessa verkefnis og hefur unnið að því síðustu ár. Hann telur að eldhús sem eru í grunnskólum í dag séu ekki hönnuð til framleiðslu allt að 400 málsverðum, þetta séu í raun aðeins afgreiðslu eldhús í flestum tilfellum, enda telur hann að framtíðin sé svokölluð miðlæg eldhús sem munu taka við: „Við fengum Viðskiptaháskólann að Bifröst til að gera fyrir okkur og Reykjanesbæ úttekt á því hvaða kostir fylgja því fyrir Reykjanesbæ að taka upp samstarf við miðlægt skólaeldhús. Niðurstaðan kom þægilega á óvart því í ljós kom að Reykjanesbær myndi spara frá 8 og upp í 12 milljónir króna á ári með því að hefja samstarf við miðlægt eldhús eins og við bjóðum uppá.“
Axel Jónsson hefur verið í matreiðslugeiranum frá árinu 1969 en hann lærði á Hótel Loftleiðum. Eftir námstímann fór Axel á Laugarvatn og var þar í nokkur ár og í september árið 1978 stofnaði Axel Veisluþjónustuna Smáratúni 28 hér í bæ: „Ég hef verið í þessum geira í yfir 30 ár og er mjög sáttur, enda er ég að vinna með frábæru fólki og öll höfum við trú á því sem við erum að gera.“
Í dag klukkan 16:00 stendur Matarlyst -Atlanta fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem hugmyndir fyrirtækisins varðandi þróun á skólamat verða kynntar. Fjöldi fyrirlesara kemur fram á ráðstefnunni.