Hvernig tökum við á móti erlendu fjölmiðlafólki?
Árlega berst fjöldi fyrirspurna frá blaðamönnum sem skrifa um upplifun sína á Íslandi. Hvernig tökum við á móti þessum aðilum og tölum við þá til að nýta þennan þátt í markaðssetningu fyrirtækisins? Veljum við úr hópnum? Tökum við á móti öllum?
Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri hjá Bláa lóninu fer yfir þessi mál á hádegisfundi í Icelandair hótelinu í Reykjanesbæ þriðjudaginn 11. mars kl. 12:00 – 12:45 en Bláa lónið hefur mikla reynslu af móttöku slíkra hópa.