Hver eru markmiðin þín?
- Markþjálfun á hádegisfyrirlestri í Eldey.
Helga Jóhanna Oddsdóttir markþjálfi með meiru og frumkvöðull í Eldey mun fræða okkur um það hvernig markþjálfun getur nýst frumkvöðlum, stjórnendum og fyrirtækjum. Hver eru markmiðin? Hvernig á að komast þangað? Eru allir samstíga? Hvað þarft þú að gera til að ná árangri? Hvaða breytingar viltu sjá en hefur ekki náð?
Fyrirlesturinn er í Eldey, Grænásbraut 506, á Ásbrú og hefst kl. 12:00 og stendur til 12:45. Tilvalið að taka með sér nesti – allir velkomnir.