Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hver er framtíðin í atvinnumálum á Reykjanesi?
Fyrsti fundur SAR verður í Grindavík.
Þriðjudagur 15. september 2015 kl. 07:00

Hver er framtíðin í atvinnumálum á Reykjanesi?

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi halda hádegisfundi í öllum sveitarfélögum

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi (SAR) eru 5 ára um þessar mundir og efna til fundarherferðar undir heitinu „Framtíð í atvinnumálum á Reykjanesi“ í haust og fram eftir næsta ári. Félagið var stofnað í maí 2010. Stofnfélagar voru 31 en í dag eru 220 fyrirtæki og stofnanir aðilar að SAR.

Á fundunum verður SAR kynnt stuttlega og skýrt frá verkefnum sem eru fyrirhuguð á Reykjanesi næstu 15–20 árin.  „Við ætlum að veita upplýsingar og fá upplýsingar á hverjum stað fyrir sig.  Þessi hringur verður svo endurtekinn en það eru um það bil 6 vikur á milli funda,“ segir Guðmundur Pétursson, formaður félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrirkomulag fundanna verður þannig að mæting er 11:45 þar sem fundargestum stendur til boða léttur hádegisverður/súpa en fundi verður svo slitið á slaginu kl. 13.

„Við viljum hvetja alla til að mæta sem vilja ræða atvinnumál og hafa áhrif á mótun framtíðar í atvinnumálum á Reykjanesi. Ætlunin er að vera með 10 mínútna kynningar á fyrirtækjum sem vilja koma með okkur í þessa vegferð á hverjum stað. SAR verður fyrst með 10 mínútur eða svo til að kynna verkefni en svo verða umræður eftir fyrirtækjakynningar.“

Dagskrá funda:

1.       Fundur                Grindavík           8. október 2015.

2.       Fundur                Sandgerði          19. nóvember 2015.

3.       Fundur                Garði                 14. janúar 2016.

4.       Fundur                Reykjanesbæ     25. febrúar 2016.

5.       Fundur                Vogum                 7. apríl 2016.