Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 11. september 2000 kl. 18:26

Húsið á Sléttunni var greiðsla fyrir nektarbúlluna Club Casino

Jón Magnús Harðarson, veitingamaður í Stapa og á N1 bar við Hafnargötu í Keflavík er nú að láta rífa "Húsið á sléttunni" sem stendur við Suðurlandsveg í Hveragerði. Húsið eyðilagðist í bruna í mars á þessu ári. Jón Magnús Harðarson, eigandi hússins, segir að ekki sé komið á hreint hvað verði um lóðina en unnið hefur verið að því að rífa húsið undanfarnar þrjár vikur að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is „Það eina sem er eftir núna er að taka steypuna niður þannig að verkið verður líklegast klárað í vikunni. Í framhaldi af því verður lóðin hreinsuð og gengið vel frá henni. Eftir það verður sest niður og spáð í málin. Það er mjög líklegt að eitthvað verði byggt þarna á lóðinni. Hvað það verður er ekki enn ljóst," sagði Jón Magnús í samtali við fréttavef mbl.is Skipt á Casino og Húsinu á sléttunni Jón M. Harðarson komst svo sannarlega í fréttirnar á síðasta ári þegar hann opnaði veitinga- og nektarklúbbinn Club Casino í Keflavík. Fljótlega eftir að Jón opnaði staðinn seldi hann reksturinn til annars aðila. Hluti af greiðslunni fyrir nektarklúbbinn var hið fræga „Hús á sléttunni“ í Hveragerði, samkvæmt heimildum Netútgáfu Víkurfrétta. Jón var hins vegar ekki búinn að eiga húsið í Hveragerði lengi þegar pörubiltar báru eld að húsinu svo það gjöreyðilagðist
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024