Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hugsanlegur skóli fyrir flugvirkja á Ásbrú
Föstudagur 19. ágúst 2011 kl. 15:34

Hugsanlegur skóli fyrir flugvirkja á Ásbrú


Á næstu 10 árum er talið að muni skorta um 50.000 flugvirkja í heiminum. Ekki eru mjög margir skólar að sinna þessari kennslu. Þannig er t.d. ekkert flugvirkjanám á Íslandi. Nemendur héðan fara helst til Danmerkur eða Skotlands.


Keilir hefur fullan hug á að koma upp námi í flugvirkjun hérlendis. Vitum er af miklum áhuga hér innanlands en ekki síður ætlum er fyrirhugað að bjóða erlendum nemendum að koma hingað. Í samstarfi Keilis, ITS (Icelandair Technical Services) og Háskólavalla var sótt um styrk í Vaxtasjóð Suðurnesja. Hefur hann verið nýttur til að vinna hagkvæmnikönnun á málinu. Var leitað til eins stærsta flugvirkjaskóla í Evrópu (ATT) um ráðgjöf og tillögur. Liggja þær nú fyrir. Samkvæmt þeim er eindregið mælt með því að aðilar stigi þetta skref. Telja sérfræðingar að auðvelt verði að fá hingað erlenda nemendur enda aðstaðan á Ásbrú einstök (með ódýrar og glæsilegar íbúðir).


Næstu skref eru að vinna úr tillögum sérfræðinganna bresku og koma undirbúningi á fullt stig. Við viljum þakka sérstaklega samstarfið við Vaxtasjóðinn og teljum að styrkurinn til þessa verkefnis geta skapað hér skemmtileg tækifæri í atvinnulífinu sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.



Ljósmyndir af vef Vaxtarsamnings Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024