Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hugsanleg lokun verksmiðju BYKO yfirvofandi
Föstudagur 13. september 2002 kl. 08:41

Hugsanleg lokun verksmiðju BYKO yfirvofandi

Stjórnendur BYKO eru að taka út rekstur glugga- og hurðaverksmiðju sinnar í Njarðvík. Starfsmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að meðal valkosta er að loka verksmiðjunni og segja öllum upp. Frá þessu er greint á Suðurnesjasíðu Morgunblaðsins í dag. BYKO hefur rekið verksmiðjuna í tólf ár og þar vinna um 30 manns við framleiðslu á hurðum, gluggum og listum.Jón Helgi Guðmundsson, framkvæmdastjóri BYKO, segir að reksturinn hafi verið erfiður frá upphafi. Steininn hafi þó fyrst tekið úr nú að undanförnu með auknu tapi. Skýringar segir hann vera að það vanti meiri sölu og tilkostnaður sé of mikill. Þá hafi verið erfitt að fullmanna verksmiðjuna og þegar mest hafi verið að gera hafi þurft að flytja inn erlent vinnuafl til að fylla í skörðin.
Engin ákvörðun hefur verið tekin um uppsagnir en komi til þeirra mun fyrirtækið reyna að finna úrlausnir fyrir sem flesta starfsmenn, enda margir unnið þarna lengi. Verði verksmiðjunni lokað telur framkvæmdastjórinn að líklega yrði best að gera verðmæti úr tækjum verksmiðjunnar með því að flytja þau til Lettlands, þar sem BYKO er með timburvinnslu. BYKO á húsið í Njarðvík og segir Jón Helgi ekki vita hvernig það myndi nýtast ef framleiðslu yrði hætt.
Jón Helgi vonast til þess að málið skýrist um næstu mánaðamót en segir hugsanlegt að það verði síðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024