HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ SOFTA GERIR ÞAÐ GOTT
Fyrirtækið Softa var stofnað árið 1992 þegar Tölvuvæðing tók að sér að skrifa viðhaldskerfi fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Árið 1994 er kerfið tekið í notkun og 1996 var það lagfært og endurskrifað og um síðustu áramót var það loksins tilbúið til að fara á markað. Þetta viðhaldskerfi er mjög aðgengilegt og þægilegt í notkun og vel hefur gengið að selja það.Í samstarfi við Al-hugbúnaðBjarni Kristjánsson er eini starfsmaður fyrirtækisins en hann er í góðu samstarfi við Viktor B. Kjartansson eiganda Al -hugbúnaðar. Samstarfið gengur þannig fyrir sig að fyrirtæki Viktors gerir tilboð í stór verk og Bjarni gerir svo tilboð áfram. Þegar samningar nást vinna starfsmenn Viktors að ýmsum verkefnum sem Softa er þá í forsvari fyrir.Mjög öflug hugbúnaðarkerfiSofta selur tvö önnur hugbúnaðarkerfi fyrir utan fyrrnefnt viðhaldskerfi, áætlanakerfi og truflanaskráningakerfi. Auk þess stendur fyrirtækið nú í samningum við bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki, LTS Consulting, um að fá alheimsdreifingarleyfi á Critical Path-kerfinu.„Við erum að vinna að tilboði í Critical Path kerfið sem er svokallað “Executive Decision Tool” . Þetta kerfi er gagnabanki um hvaða tæki reynast best og út frá því er hægt að reikna út arðsemi tækjanna, bilanatíðni, endingu o.fl. Einnig gerir kerfið spá fram í tímann um viðhaldskostnað, segir til um öryggisþáttinn, mengunarþátt og hvernig má ná hámarksnýtni. Ef þessi samningur við LTS Consulting gengur eftir þá kaupum við af þeim þetta kerfi en í staðinn fá þeir einkaleyfi á sölu á DMM í Bandaríkjunum og Kanada”, sagði Bjarni Kristjánsson.Viðhaldskerfið er sérstakt skráningarkerfi fyrir verklýsingar, dagbók starfsmanna o.fl. Kerfið vinnur svo sjálfkrafa úr öllum gögnunum. Nú þegar hafa Norðurál, RARIK, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur tekið kerfið í notkun og einnig er möguleiki á að það verði selt til Rússlands.Áætlanakerfið er hægt að nota til að skrá niður manntíma, aðföng, lagerhluti o.fl., svo er allt vistað sem eitt verk. Þetta kerfi er notað til áætlanagerðar, eins og nafnið bendir til. RARIK og Hitaveita Suðurnesja nota þetta kerfi til að gera áætlanir fyrir allt árið.Sterkt hlutafélagSofta er hutafélag og hefur mjög sterka bakhjarla. Hitaveita Suðurnesja á 27% hlut í fyrirtækinu og Íslenskur hugbúnaður önnur 27%. Bjarni Kristjánsson er einnig stór hluthafi með 11% hlut. Sparisjóðurinn í Keflavík, Netprent og nokkrir einstaklingar eiga einnig hluti í Softa.