Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Húðvörur Bláa lónsins fáanlegar í Hagkaup
Fimmtudagur 12. nóvember 2009 kl. 16:27

Húðvörur Bláa lónsins fáanlegar í Hagkaup

Blue Lagoon húðvörurnar eru nú fáanlegar í verslunum Hagkaupa í Kringlunni og í Smáralind. Fram til þessa hafa þessar vinsælu húðvörur eingöngu verið fáanlegar í lífsstílsverslunum Bláa Lónsins á baðstað; að Laugavegi 15 og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk þess sem þær hafa verið fáanlegar í verslunum Lyfju og Lyf og heilsu auk valdra ferðamannaverslana.


Staðsetning varanna í snyrtivörudeildum Hagkaupa í Kringlunni og Smáralind gerir vörurnar enn aðgengilegri viðskiptavinum. Blue Lagoon húðvörurnar eru Naturceutical húðvörur eða húðvörur sem byggja á virkum náttúrulegum hráefnum. Allar vörurnar innihalda virk efni Bláa Lónsins kísil og þörunga. Rannsóknir hafa m.a. leitt í ljós að virku efnin vinna gegn öldrun húðarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024