HS Veitur kaupa hlutabréf af eigendum sínum
- Reykjanesbær fær rúmlega 205 milljónir
Fyrirtækið HS Veitur mun kaupa hlutabréf af eigendum sínum fyrir hálfan milljarð króna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þetta verður lagt til á hluthafafundi þann 19. febrúar næstkomandi. Verði af viðskiptunum mun Reykjanesbær fá 250,5 milljónir í sinn hlut, HSV Eignarhaldsfélag 171,9 milljónir, Hafnarfjarðarbær 77 milljónir og Sandgerðisbær 500.000 krónur.