Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

HS veitur kaupa 150.000 ljósaperur
Þriðjudagur 25. október 2011 kl. 08:01

HS veitur kaupa 150.000 ljósaperur

- í samstarfi við önnur veitufyrirtæki

Jóhann Ólafsson & Co., umboðsaðili OSRAM á Íslandi, gerði á dögunum samning við fyrirtæki innan Samorku, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, um sölu á um 50 þúsund ljósaperum árlega næstu þrjú árin. Meðal kaupenda eru HS Veitur. Alls eru þetta um 150.000 ljósaperur sem fara til ýmis konar rekstrar á vegum orku- og veitufyrirtækjanna, m.a. í ljósastaura til götulýsingar á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögum um land allt. Verðmæti samningsins hleypur á tugum milljóna króna.

Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs Samorku en alls bárust 8 tilboð frá 7 fyrirtækjum. Þetta er stærsti einstaki samningur um sölu á ljósaperum sem Jóhann Ólafsson & Co hefur gert til þessa. Um er að ræða allar perur sem Samorkufyrirtækin hyggjast nota næstu þrjú árin.

Samorkufyrirtækin eru HS Veitur á Suðurnesjum, Norðurorka á Akureyri, Orkubú Vestfjarða á Ísafirði og Orkuveita Reykjavíkur í Reykjavík.


Meðfylgandi mynd er af því þegar kaupsamningur var undirritaður af hálfu forsvarsmanna Samorkufyrirtækjanna og Jóhanns Ólafssonar & Co.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024