HS selur Landsneti háspennumannvirki
Hitaveita Suðurnesja seldi háspennumannvirki til Landsnets á dögunum, en Júlíus jónsson, forstjóri HS, og Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets undirrituðu samninga þess efnis fyrr í vikunni.
Samþykkt var á stjórnarfundi 24. nóv s.l að selja Landsneti hf háspennumannvirki fyrirtækisins við Hafnarfjörð, en þau hafa þetta ár verið leigð Landsneti hf í kjölfar og í samræmi við ný raforkulög. Hluti þessara mannvirkja (línan) er nú fyrir nýrri byggð í Hafnarfirði og þarf því að breyta legunni og setja jarðstreng í stað hennar. HS hf taldi einfaldara og þægilegra þegar svo var komið að selja Landsneti mannvirkin frekar en að ráðast í kostnaðarsamar fjárfestingar sem síðan yrðu innheimtar með leigu næstu áratugina.
Um er að ræða 2,15 km af 132 kV línu, 1,76 km af 132 kV jarðstreng og síðan 132 kV búnað í aðveitustöðinni í Öldugötu en húsnæðið þar, sem hýsir þá bæði búnað Landsnets hf og HS hf sem dreifiveitu, verður þá að hluta til leigt Landsneti áfram. Söluverðið ræðst af hinu undarlega mati á eignum fyrirtækjanna sem framkvæmt var við stofnun Landsnets hf og var það rúmlega 180 m.kr. .
HS hf mun áfram eiga og leigja Landsneti hf línuna frá Hamranesi til Fitja, aðveitustöðina þar og síðan línuna frá Svartsengi til Fitja. Þá mun sama gilda um hin nýju flutningsmannvirki sem eru í byggingu vegna Reykjanesvirkjunar.
Af vef Hitaveitunnar, www.hs.is
Samþykkt var á stjórnarfundi 24. nóv s.l að selja Landsneti hf háspennumannvirki fyrirtækisins við Hafnarfjörð, en þau hafa þetta ár verið leigð Landsneti hf í kjölfar og í samræmi við ný raforkulög. Hluti þessara mannvirkja (línan) er nú fyrir nýrri byggð í Hafnarfirði og þarf því að breyta legunni og setja jarðstreng í stað hennar. HS hf taldi einfaldara og þægilegra þegar svo var komið að selja Landsneti mannvirkin frekar en að ráðast í kostnaðarsamar fjárfestingar sem síðan yrðu innheimtar með leigu næstu áratugina.
Um er að ræða 2,15 km af 132 kV línu, 1,76 km af 132 kV jarðstreng og síðan 132 kV búnað í aðveitustöðinni í Öldugötu en húsnæðið þar, sem hýsir þá bæði búnað Landsnets hf og HS hf sem dreifiveitu, verður þá að hluta til leigt Landsneti áfram. Söluverðið ræðst af hinu undarlega mati á eignum fyrirtækjanna sem framkvæmt var við stofnun Landsnets hf og var það rúmlega 180 m.kr. .
HS hf mun áfram eiga og leigja Landsneti hf línuna frá Hamranesi til Fitja, aðveitustöðina þar og síðan línuna frá Svartsengi til Fitja. Þá mun sama gilda um hin nýju flutningsmannvirki sem eru í byggingu vegna Reykjanesvirkjunar.
Af vef Hitaveitunnar, www.hs.is