Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • HS Orka verðlaunuð af Íslensku ánægjuvoginni
    Það var Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar, sem tók við verðlaunum sem Gunnhildur Arnarsdóttir frá Stjórnvísi afhenti.
  • HS Orka verðlaunuð af Íslensku ánægjuvoginni
Þriðjudagur 4. mars 2014 kl. 10:29

HS Orka verðlaunuð af Íslensku ánægjuvoginni

– 11. skiptið á síðustu 12 árum sem HS Orka fær þessa viðurkenningu.

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2013 hafa verið kynntar en þetta er fimmtánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. HS Orka, í flokki raforkufyrirtækja, var annað af aðeins tveimur fyrirtækjum sem var marktækur sigurvegari í sínum flokki og var verðlaunuð sérstaklega vegna þessa.

Þetta er í 11. skiptið á síðustu 12 árum sem HS Orka fær þessa viðurkenningu frá viðskiptavinum sínum.

Það var Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar, sem tók við verðlaunum sem Gunnhildur Arnarsdóttir frá Stjórnvísi afhenti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024