HS Orka og HS veitur tryggja hjá VÍS
HS Orka hf. og HS Veitur hf. gert samkomulag um að VÍS tryggi starfsemi fyrirtækjanna næstu þrjú árin. Fyrirtækin hafa átt farsælt samstarf í gegnum árin en HS Orka hefur tryggt hjá VÍS og forverum þess í meira en 30 ár. HS Orka og HS Veitur buðu út tryggingar sínar í lok síðasta árs og gengu í framhaldi af því að tilboði VÍS.
Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Orku, og Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs VÍS undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum HS Orku nýverið.
Auður Björk segir samstarfið hafa verið mjög farsælt og gott í gegnum tíðina. „HS Orka og HS Veitur eru til fyrirmyndar í forvörnum og forvarnarstarfi og því mjög ánægjulegt að samvinnan haldi áfram. Við leggjum mikla áherslu á hvers kyns forvarnir með fyrirtækjum og stofnunum sem tryggja hjá okkur. Enda leiðarljósið að betra er heilt en vel gróið.
Guðmundur Björnsson innkaupastjóri HS Orku og HS Veitna tekur í sama streng. „Samstarfið hefur gengið snurðulaust öll þessi ár og gagnkvæmt traust verið milli fyrirtækjanna. Samskipti við starfsmenn VÍS hafa verið með miklum ágætum og þjónustan lipur og góð.“