Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

HS Orka hf. hagnaðist um 2,6 milljarða
Fimmtudagur 25. febrúar 2016 kl. 06:00

HS Orka hf. hagnaðist um 2,6 milljarða

Stjórn HS Orku hf. samþykkti ársreikning fyrir árið 2015 á fundi sínum í fyrradag. Tap ársins af reglulegri starfsemi nam 247 milljónum króna, samanborið við 736 milljón króna hagnað árið 2014. Heildarhagnaður var hins vegar 2.633 milljónir króna samanborið við heildarhagnað upp á 679 milljónir króna árið 2014.
 
EBITDA fyrirtækisins jókst um 1 prósent og var alls 2.774 milljón krónur 2015, samanborið við 2.738 milljónir krónur árið 2014, þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi lækkað um 2 prósent og verið 7.350 milljónir á árinu, samanborið við 7.479 milljón krónur árið 2014. Bæði tekjur og gjöld drógust saman um 723 milljónir, vegna flutnings starfsmanna til HS Veitna sem eingöngu hafa þjónað HS Veitum. Sé horft fram hjá þessari tilfærslu aukast tekjur umtalsvert á milli ára, sér í lagi vegna aukinnar sölu á smásölumarkaði.
 
Lækkun á virði afleiða (framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) er 3.248 milljón krónur á árinu og lækkaði einnig um 1.556 milljón krónur á árinu 2014. Virði orkuversins í Svartsengi var endurmetið 31. desember 2015 og hefur það jákvæð áhrif á heildarafkomu upp á 3.040 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall 31. desember 2015 er 58,6 prósent en var í árslok 2014 59,7 prósent.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024