Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

HS Orka fær nýja eig­end­ur
Þriðjudagur 31. október 2017 kl. 09:24

HS Orka fær nýja eig­end­ur

„Við erum afar ánægð með þessa breytingu.  Við höfum þegar kynnst Innergex og líst afar vel á fyrirtækið og fólkið sem þar stjórnar.  Sameinað fyrirtæki Innergex og Alterra verður stærra og öflugara.  Innergex hefur gott á sér fyrir umhverfisvitund og samfélagsábyrgð og starfar ennfremur víðar í Evrópu líka.  Við teljum því að áhrif þessarar breytingar á okkar starf séu eingöngu jákvæð.  Innergex er um þrisvar til fjórum sinnum stærra en Alterra, og við verðum því með öflugri stærsta hluthafa í HS Orku,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku en nýlega var gert sam­komu­lag um kaup Inner­gex Renewable Energy á Alterra Power Corp. sem er stærsti hlut­haf­inn í HS Orku. 
 
Kaup­in nema 1,1 millj­arði Banda­ríkja­dala, eða tæp­um 116 millj­örðum ís­lenskra króna og fela í sér 25% reiðufé og 75% hluta­fé í Inner­gex. Þau eru háð samþykki hlut­hafa Alterra. 
 
Alterra á nú 53,9% hlut í HS Orku og Innergex mun því eiga þann sama hlut. Íslendingar eiga 46,1% hlut í HS Orku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024