Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

HS Orka fær liðsauka
Fimmtudagur 15. desember 2016 kl. 12:00

HS Orka fær liðsauka

HS Orka hefur bætt við sig fjórum nýjum starfsmönnum á sviði kynningar- og tölvumála, fjármála og skrifstofustjóra.

Ásdís Gíslason hefur verið ráðin kynningarstjóri HS Orku. Helstu verkefni hennar eru á sviði markaðs- og kynningarmála.

„Ásdís starfaði áður hjá Orkuveitu Reykjavíkur, frá árinu 2007, á sölu og markaðssviði meðal annars sem markaðsstjóri. Ásdís hefur frá árinu 2014 unnið sem markaðsstjóri Orku náttúrunnar þar sem helstu verkefni voru uppbygging á nýju vörumerki og stýring á markaðsdeildinni.
Hún er með MSc í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ og BS-gráðu í landafræði frá HÍ. Ásdís er gift Páli Þórhallssyni lögfræðingi og eiga þau tvö börn,“ segir í tilkynningu frá HS Orku.

Brynjar Steinn Jónsson, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í tölvudeild.  Helstu verkefni hans verða umsjón og eftirlit með netþjónustu auk notendaaðstoðar.
Brynjar starfaði áður sem svæðisstjóri hjá Símafélaginu á Suðurnesjum og var eigandi og framkvæmdastjóri Netsamskipta til margra ára.
Brynjar er tölvu- og tæknistúdent frá Iðnskólanum í Reykjavík og tók 1 ár í tölvunarfræði í HR.  Hann er giftur Bylgju Dís Erlingsdóttur, aðalbókara og launafulltrúa Skólamatar og eiga þau eitt barn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arna Björg Rúnarsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri hjá HS Orku. Helstu verkefni hennar eru á sviði móttöku, skjalamála og sem gjaldkeri.
Áður starfaði Arna Björg í lögfræðiinnheimtu hjá Lögheimtunni ehf. og þar áður hjá Landsbankanum í einstaklingslausnum.
Arna er með BA og MSc í lögfræði frá HR. Arna er í sambúð með Bjarna Rúnari Einarssyni byggingarfræðingi og eiga þau þrjú börn.

Kristján Sigurðsson, hefur verið ráðinn sérfræðingur í fjármálum en hans helstu verkefni eru umsjón með íslenska djúpborunarverkefninu.
Hann starfaði áður sem sérfræðingur á lánasviði Hilda ehf., þar sem hann vann við verðmat á eignasafni félagsins hjá Hilda ehf.
Kristján er BS í viðskiptafræði frá HÍ. Kristján er í sambúð með Söndru Dögg Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá RB, þau eiga fjögur börn.