HRÆRINGAR Í FYRIRTÆKJUM
Hræringar í fyrirtækjumVerulegar hræringar hafa verið í viðskiptalífinu á Suðurnesjum í byrjun nýs árs. Talsvert er um eigendaskipti í fyrirtækjum og í framhaldi af því ný fyrirtæki orðið til.Í að minnsta kosti fjórum fyrirtækjum hafa orðið skipti milli tveggja eigenda fyrirtækja. Fyrst ber að nefna Fasteignaþjónustu Suðurnesja en þar hefur Sigurður J. Sigurðsson keypt hlut Guðlaugs H. Guðlaugssonar en sá síðarnefndi hefur ákveðið að opna aðra fasteignasölu nú um mánaðarmótin. Sama gerðist hjá Nýja bakaríinu nýlega en þar keypti Eyjólfur Hafsteinsson félaga sinn, Ólaf Ingibersson út úr fyrirtækinu. Hjá Suðurnesjafréttum eru skipti framundan. Halldór Leví Björnsson situr eftir en Emil Páll Jónsson fer á aðrar slóðir og heyrst hefur að hann hyggi á blaðaútgáfu. Þá hafa sömuleiðis orðið skipti hjá veitingamönnunum á Hótel Keflavík en þar keypti Ólafur Sólimann hlut Ágústs Þórs Bjarnasonar en fleiri breytinga mun vera að vænta á þeim bænum.Breytingar verða hjá Lífeyrissjóði Suðurnesja í vor en þá hættir núverandi framkvæmdastjóri, Daníel Arason en hann hefur starfað hjá sjóðnum í áratugi. Hann er að flytja burt af svæðinu. Í síðustu viku var gengið frá ráðningu í starf umsjónarmanns með hinu nýja húsi Hitaveitu Suðurnesja, Eldborg, í Svartsengi. Í starfið var ráðinn Þorsteinn Jónsson en hann starfaði um tíð m.a. í veitingaþjónustu á Flughóteli og á Glóðinni en undanfarin ár hefur hann starfað við flísalagnir. Auk Þorsteins verður nýr maður yfir veitingaþjónustu Bláa lónsins en það er Sigurður Jónsson úr Flugeldhúsi Flugleiða