Hraði, þægindi og ódýrt bensín eru kjörorð ESSO stöðvanna!
Frá og með fimmtudeginum 23. janúar býðst bíleigendum á Suðurnesjum ódýr valkostur með því að nota sjálfsala sem ESSO hefur komið upp á Hafnargötunni. Handhafar Safnkorts ESSO fá viðbótarafslátt sem nemur einni krónu á hvern líter. Áfram verður boðið upp á þá góðu þjónustu sem viðskiptavinir eru vanir að fá, velji þeir svo.„Með þessu erum við að aðlaga þjónustuna að breytingum í verslunarmunstri og tíðaranda undir kjörorðinu hraði, þægindi og ódýrt bensín. Það er búið að setja upp sjálfsala við ESSO stöðina á Hafnargötu og því geta þeir sem kjósa keypt eldsneyti, greitt fyrir með korti við dæluna og verið eldsnöggir að því. Þetta er nýjung að hafa sjálfsala við hverja einustu dælu og erum við með þessu að koma til móts við óskir viðskiptavina okkar,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir rekstrarstjóri ESSO stöðvanna í samtali við blaðið.
Nú er það svo að sumir eru ragir við að nota nýja tækni og óttast að eitthvað fari úrskeiðis hjá þeim. En Tryggvi Guðmundsson stöðvarstjóri ESSO á Hafnargötunni segir það óþarfa áhyggjur. „Ef einhverjir eru hræddir við að prófa þetta þá leiðbeinum við fólki til að byrja með og raunar ætti þetta ekki að vefjast fyrir neinum. En þeir sem vilja fulla þjónustu geta gengið að úrvalsþjónustu,“ segir Tryggvi.
Það er næsta víst að fólk tekur því fegins hendi að geta keypt bensín á fljótan og þægilegan hátt og sparað um leið. Auk þess veitir Safnkort ESSO einnar krónu afslátt til viðbótar fyrir utan það að kortinu fylgja ýmis góð tilboð. Hægt er að tengja safnkortið við debet- og krítarkortin þannig að punktarnir koma inná það þótt greitt sé í sjálfsala. „Meginhugsunin hjá okkur er að geta boðið viðskiptavininum val. Vilji hann greiða fyrir með korti í sjálfsala og vera snöggur í bensínkaupum getur hann það. Vilji hann frekar nýta sér okkar þjónustu velur hann það. Hver og einn velur þá þjónustuleið sem honum hentar. ESSO mun kappkosta að bjóða alltaf sérlega hagstæð verð á sjálfsafgreiðsludælum. Það má ennfremur koma fram, að við erum með fjórar bílaþvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar veitum við 30% afslátt út þennan mánuð,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir.
Það kom einnig fram í máli Bergþóru, að þessi nýjung þýðir umtalsverða lækkun bensínverðs á höfuðborgarsvæðinu þegar á heildina er litið og hefur ESSO varið miklum fjármunum í að koma búnaðinum upp.
Nú er það svo að sumir eru ragir við að nota nýja tækni og óttast að eitthvað fari úrskeiðis hjá þeim. En Tryggvi Guðmundsson stöðvarstjóri ESSO á Hafnargötunni segir það óþarfa áhyggjur. „Ef einhverjir eru hræddir við að prófa þetta þá leiðbeinum við fólki til að byrja með og raunar ætti þetta ekki að vefjast fyrir neinum. En þeir sem vilja fulla þjónustu geta gengið að úrvalsþjónustu,“ segir Tryggvi.
Það er næsta víst að fólk tekur því fegins hendi að geta keypt bensín á fljótan og þægilegan hátt og sparað um leið. Auk þess veitir Safnkort ESSO einnar krónu afslátt til viðbótar fyrir utan það að kortinu fylgja ýmis góð tilboð. Hægt er að tengja safnkortið við debet- og krítarkortin þannig að punktarnir koma inná það þótt greitt sé í sjálfsala. „Meginhugsunin hjá okkur er að geta boðið viðskiptavininum val. Vilji hann greiða fyrir með korti í sjálfsala og vera snöggur í bensínkaupum getur hann það. Vilji hann frekar nýta sér okkar þjónustu velur hann það. Hver og einn velur þá þjónustuleið sem honum hentar. ESSO mun kappkosta að bjóða alltaf sérlega hagstæð verð á sjálfsafgreiðsludælum. Það má ennfremur koma fram, að við erum með fjórar bílaþvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar veitum við 30% afslátt út þennan mánuð,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir.
Það kom einnig fram í máli Bergþóru, að þessi nýjung þýðir umtalsverða lækkun bensínverðs á höfuðborgarsvæðinu þegar á heildina er litið og hefur ESSO varið miklum fjármunum í að koma búnaðinum upp.